Blogg, blogg og blogg...

Maður er ekki maður með mönnum orðið nema marr bloggi soldið þannig Þá er ég byrjaður að blogga. Vill samt líka vera maður með konu, sem ég er og bara stoltur af því Smile.  Annars er ekkert grín að vera karlmaður í dag, tala nú ekki um ef menn eru með fjölskyldu. Getur verið frekar flókið fyrir meðaljóninn.

Til að mynda var ég spurður um daginn hvað ég á mörg börn og ég átti bara í mestum erfileikum með að svara vegna þess hve fjölskyldu mynstrið er flókið. Ég ber sjálfur ábyrgð á tveim og borga meðlag með og allt í góðu en þau eiga tvo eldri bræður sem ég á dáldið mikið í og ól að hluta til upp þannig gæti sagt fjögur en svo á konan mín í dag líka tvö þannig þetta eru orðnar ansi margar jóla og afmælisgjafir  og fermingar aldurinn að nálgast óðfluga hjá þeim elstu...Pouty

Bara það að muna alla afmælisdaganna er dæmi útaf fyrir sig.

En annars er þetta oftast rosalega skemtilegt og gefandi hlutverk að standa í þessu og ég hef margt að vera þakklátur fyrir þó svo að mér gefst ekki mikill tími fyrir blogg og almenn áhugamál. En ætla reyna skrifa hérna annað slagið uppá gamanið.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn í bloggheiminn ástirn mín

Sólrún J (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:49

2 identicon

haha fyndinn

Það verður gaman að lesa eitthvað frá þér enda flinkur penni

Love you babes,
Kobbi

. (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband